Í fyrirlestrinum munu listamennirnir Andrew Taggart og Chloe Lewis fjalla um list sína sem horfir m.a. til aðferða húsgagnasmíði og skáldskapar til að finna óvænt blæbrigði og nýja möguleika skúlptúrs. Lewis og Taggart kynna verk sín, ferla og hugsannir um skurðpunkta þess hagnýta við bókmenntaleg form.
 
Andrew Taggart og Chloe Lewis eru kanadískir listamenn sem búa og starfa í Bergen, Noregi. Þau vinna saman sem listamannatvíeykið Lewis & Taggart, sem var stofnað árið 2006, og einnig innan ramma Museum of Longing and Failure (MOLAF), sem er tilraunavettvangur sem hófst árið 2010.
 
Verk þeirra hafa verið sýnd á sýningarstöðum eins og Bærum Kunsthall (Osló), Fonderie Darling (Montreal), Künstlerhaus Bethanien (Berlín), Looiersgracht 60 (Amsterdam), The Rooms (Nýfundnaland), Entrée (Bergen), Kunstnerforbundet (Osló), ISCP (New York), Center Clark (Montreal), Cricoteka (Krakow), Center for Contemporary Art (Varsjá) og Kunstverein Leipzig (Leipzig). Árið 2010 fengu þau fyrst allra sameiginlegt MA í myndlist frá Bergen Academy of Art and Design (nú KMD), þar sem þau hafa síðan kennt reglulega á sviði skúlptúr og innsetninga.