Föstudaginn 12. apríl kl. 13.00 mun Steinunn Gunnlaugsdóttir halda opinn fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal Listaháskólans að Laugarnesvegi 91.

Ljósmynd í banner: Eyþór Árnason

Í fyrirlestrinum mun Steinunn segja frá nokkrum af verkum sínum og ræða hugmyndina um listamanninn, þátttöku í andófi og aktífisma og um undirmeðvitundina sem verkfæri til sköpunar. Af gáskablandinni alvöru tekst hún á við hin fjölmörgu hugmyndafræðilegu og siðferðislegu kerfi sem mannskepnan skapar, fæðist inn í, lifir við og berst gegn.

Steinunn Gunnlaugsdóttir fæddist á Íslandi árið 1983. Hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2008 og tók þátt í opnu listnámi menningarstofnunarinnar Ashkal Alwan í Beirút, Líbanon, veturinn 2013-2014. Hún vinnur þvert á miðla og gerir skúlptúra, myndbönd, hljóðverk, teikningar, gjörninga og innsetningar.

Opnir fyrirlestrar í Laugarnesi fara fram á vorönn 2019 á vegum listkennsludeildar, myndlistardeildar og sviðslistadeildar.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir. Facebook viðburður.

360deg-_overuleg_thyngd_osynileikans.jpg