Hildigunnur Birgisdóttir
Fyrirlestur í myndlistardeild, fyrirlestrasal L193.
30.09.22 kl. 13:00

Á marglaga ferli sínum hefur Hildigunnur rannsakað hugmyndir okkar um fegurð, notagildi, samhengi hlutanna og hvetur áhorfandann til að efast um jafnvægið á milli skynjunar og raunveruleika. Hildigunnur skoðar oft fáfengilega hluti líkt og takka lyklaborðs, plastklemmur og úðabrúsa, og er hver hlutur valinn út frá einfaldleika sínum eða tilvist. Með því að setja fram óskáldlega hluti í nýjum efnum og stærðum undirstrikar Hildigunnur kunnulega eiginleika þeirra en samtímis því dregur hún notagildi þeirra í efa. Bjögunin undirstrikar skúlptúrískt gildi hinna upprunalegu hluta og fagnar fagurfræði þess sem fæstir gefa gaum.

hildigunnur-i-stol-2_copy.png

Hildigunnur Birgisdóttir

Hildigunnur Birgisdóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003, býr og starfar í Reykjavík. Síðustu 20 árin hafa verk Hildigunnar verið sýnd í öllum helstu sýningarrýmum og söfnum hérlendis sem og víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Verk hennar má meðal annars finna í safneign Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Nýlistasafnsins og European Patent Office.