Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir (Lay Low) heldur fyrirlestur um tónlistarferil sinn í málstofu laga- og textasmiða föstudaginn 4. maí kl. 15-17. Fyrirlesturinn fer fram í Skipholti 31, stofu 633. Öll velkomin!

Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir byrjaði ung að aldri að spila á hin ýmsu hljóðfæri. Undanfarin ár hefur hún gefið út eigin tónlist og komið fram um víðan völl sem Lay Low auk þess sem hún er einnig meðlimur í hljómsveitinni Benny Crespo's Gang. Lovísa sá um tónlistina í leikverkinu Ökutímar sem Leikfélag Akureyrar setti upp árið 2007 og hlaut hún Grímuverðlaun fyrir þá tónlist. Lovísa samdi einnig tónlist fyrir kvikmyndirnar Kóngavegur 7 og Hvað er svona merkilegt við það. Lovísa lék hlutverk útfararstjóra í kvikmyndinni Desember og tónlist hennar hefur heyrst í sjónvarpsþáttum eins og Grey’s Anatomy, Damages, Heart of Dixie og Queen Sugar.