Opin listasmiðja fyrir fjölskyldur  

Laugardagur 14. maí kl. 10-12

Menningarhúsi Gerðubergi

Fyrir börn á öllum aldri

 
 
Útskriftarneminn og sjónlistakonan Kristín Klara Gretarsdottir stýrir listasmiðju fyrir fjölskyldur. Gestir geta komið og tekið þátt í styttri eða lengri tíma á meðan smiðju stendur.
 
 
Bókin Listasmiðja er ætluð heimilum og markmið hennar er að opna fyrir listsköpun barna í hversdagslífi þeirra. Í bókinni legg ég áherslu á að listsköpunin sé aðgengileg hvað varðar efnivið og þekkingu. Þess er gætt að efniviður sé opinn og auðvelt að nálgast og að ekki þurfi sérfræðikunnáttu til þess að styðja við listsköpun barna.
 
Verkefnin eru einfölduð í les- og myndmáli með því að brjóta þau upp í skref. Verkefnin eru til þess fallin að auðvelt er að yfirfæra aðferðir og efnisval á áframhaldandi sköpun útfrá eigin forsendum.
 
Í smiðjunni verður efniviður úr nokkrum verkefnum bókarinnar til staðar ásamt leiðbeiningum þannig að fjölskyldur geti spreytt sig á þeim í sameiningu. Í boði verður að gera upphleypt málverk með salti og vatnslitum, að gera skraut úr tímaritaperlum og að mála með hárblásara og vatnslitum.
 
Komið og njótið samverunnar við skapandi verkefni á ykkar eigin hraða.
 
Kristín Klara Gretarsdóttir.
 
img_4057_1.jpeg
 

 

 
Viðburðurinn er hluti af útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands og þar kynna verðandi kennarar lokaverkefni sín með fjölbreyttum hætti.
 
Listkennsludeild Listaháskóla Íslands stendur fyrir útskriftarviðburði dagana 13. og 14. maí.
 
Dagskrá er opin öllum og fer fram í Borgarbókasafni / Menningarhúsi Gerðubergi.
 
Börn ásamt aðstandendum eru sérstaklega boðin velkomin á fjölskylduvænar listasmiðjur nemenda.