LISTSKÖPUN OG SAMVINNA: LEIÐIR AÐ VIRKNI OG VELFERÐ

Samvinnu- og þróunarverkefni Listaháskóla Íslands
16. mars kl. 12:00: Textuð og túlkuð útsending með umræðum á netinu.
Annar af fimm fundum viðburðaraðarinnar ÖLLUM TIL HEILLA samtali um samfélagslistir.
Sjónum er beint að mikilvægi lista við inngildingu (e. Inclusion) allra í samfélagið.
Með aðferðum samfélags- og þátttökulista (e. Community and Participatory Art) fá óvæntar raddir að berast og brugðið er upp myndum af lífum þeirra sem búa við hvers kyns skerðingar og jaðarsetningu.
 
Aðgangur að viðburðaröðinni er ókeypis og öllum opinn. Hér er hlekkur á viðburðinn 16. mars. 
DAGSKRÁ
 
Sigrún Sævarsdóttir Griffiths, tónlistarkona og kennari við Guildhall School of Music and Drama og LHÍ:
Máttur tónlistar til að tengja og efla.
 
Dr. Halldóra Arnardóttir, listfræðingur og verkefnastjóri:
Listir og menning sem hugarefling við Alzheimersjúkdómnum.
 
Dr. Unnur Óttarsdóttir, listmeðferðarfræðingur og myndlistarkona:
Samteikning og minnisrannsóknir í ljósi listmeðferðar. 
 
Dr. Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar LHÍ:
Listir og inngilding: Ný námslína.
 
Gestgjafi: Magnea Tómasdóttir, söngkona og stundakennari við LHÍ.
 
ReykjavíkurAkademían, í samstarfi við Öryrkjabandalag Íslands, Listahátíð í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Borgarleikhúsið, Reykjavíkurborg og List án landamæra, stendur vorið 2022 fyrir  viðburðaröðinni ÖLLUM TIL HEILLA samtali um samfélagslistir. Þar verður sjónum beint að mikilvægi samfélags- og þátttökulista (e. Communityand Participatory Art) við inngildingu allra í samfélagið, lista sem leyfa óvæntum röddum að berast og bregða upp myndum af lífum þeirra sem búa við hvers kyns skerðingar og jaðarsetningu.