Velkomin á opnun sýningarinnar Og svo henti lítið atvik
16. Apríl 14 - 17.
Sunnudaginn 16. apríl kl. 14 opnar sýningin Og svo henti lítið atvik á Byggðasafninu í Görðum á Akranesi. Sýningin er útskriftarsýning Söru Hjördísar Blöndal meistaranema í sýningargerð við Listaháskóla Íslands.
Sýningin Og svo henti lítið atvik samanstendur af verkum eftir Heiðar Mar Björnsson, Bryndísi Ósk Þ. Ingvarsdóttur, Sveinbjörgu Símonardóttur, Kristinn E. Hrafnsson og Söru Hjördísi Blöndal. Verkin byggja öll með einum eða öðrum hætti á orðum og segja hvert og eitt sögur af hversdeginum, hugleiðingum um dagsdaglega lífið og ástina. Þau deila á samfélagið sem við búum í, fyrir fram ákveðna staðla og formúlur sem ganga svo sannarlega ekki fyrir alla þegna samfélagsins. Sýningin leggst ofan á grunnsýningu sem fyrir er á Byggðasafninu og varpar nýju ljósi á frásögn hennar og áherslur.
Á opnunardegi sýningarinnar, 16. apríl, verður samvinnuverk sviðslistakonunnar Bryndísar og Söru Hjördísar, sýningarstjóra flutt frá klukkan 14 - 17 af Bryndísi. Verkið er gert sérstaklega fyrir sýninguna og er unnið inn í rými grunnsýningar Byggðasafnsins sem segir frá lífi kvenna á síðari hluta 19. Aldar.
Listamenn:
Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir, Heiðar Mar Björnsson, Kristinn E. Hrafnsson & Sveinbjörg Símonardóttir.
Sýningarstjóri:
Sara Hjördís Blöndal.
Staðsetning:
Byggðasafnið í Görðum á Akranesi, Garðaholt 1 - 3, 300 Akranes
Opnun: 16. Apríl frá 14 - 17
Opnunartími:
Sun. 16. Apríl 14 - 17
Fim. 20. Apríl 13 - 17
Lau. 22. Apríl 13 - 17
Lau. 29. Apríl 13 - 17
Lau. 6. Maí 13 - 17
Sun. 7. Maí 13 - 17
Og samkvæmt samkomulagi
Síðasti opnunardagur sýningarinnar er sunnudagurinn 7 maí 2023. Sýningin hefði ekki orðið að veruleika nema fyrir það góða samstarf sem átti sér stað við Byggðasafnið í Görðum. Sýningarrýmið býður upp á hjólastólaaðgengi.
Sérstakar þakkir:
Birta Guðjónsdóttir, Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir, Byggðasafnið í Görðum á Akranesi, Georg Magnússon, Hanna Styrmisdóttir, Heiðar Mar Björnsson, Kristinn E. Hrafnsson, Margrét Blöndal, Ragnar Kjartansson, Sigríður Ylfa Arnarsdóttir, starfsmenn Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi & Sveinbjörg Símonardóttir.
Sara Hjördís Blöndal (*1989, Ísland) útskrifast sumarið 2023 með meistaragráðu í sýningagerð frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur starfað í áratug sem hönnuður í leikhúsi og kvikmyndum og lauk BA gráðu í leikhúshönnun frá Wimbledon College of Arts, London University of the Arts (2015). Þá hefur Sara starfað sjálfstætt sem sýningahönnuður á undanförum árum.
//
Welcome to the opening of the exhibition And then a little something occurred.
April 16th 2 - 5 pm
And Then A Little Something Occurred is an exhibition that brings together works by five artists exploring everyday life, quotidian experiences, and love, but it also questions social norms in love, communication, and old standards. By layering a temporary exhibition on top of an existing permanent exhibition in the Akranes Folk Museum, Sara Blöndal creates a site-specific exhibition that responds to the historical narrative already in place. Through the works of the artists, the exhibition presents a different context that encourages viewers to reflect upon what we have done so far and what lays ahead.
Artist:
Bryndís Ósk Þ. Ingvardóttir, Heiðar Mar Björnsson, Kristinn E. Hrafnsson & Sveinbjörg Símonardóttir.
Curator:
Sara Hjördís Blöndal
Location:
Akranes Folk Museum, Garðaholt 1 - 3, 300 Akranes
Opening: 16th of april from 2 - 5 pm. An ongoing performance with Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir during the opening
Opening hours:
Sun. 16. April 2-5
Thur. 20. April 1-5
Sat. 22. April 1-5
Sat. 29. April 1-5
Sat. 6. May 1-5
Sun. 7. May 1-5
And upon requests
Last day of the exhibition is Sunday 7th of may. The exhibition is made possible with the support of the Akranes Folk Museum. The exhibition has wheelchair accessibility.
My sincere thanks to:
Akranes Folk Museum, Birta Guðjónsdóttir, Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir, Georg Magnússon, Hanna Styrmisdóttir, Heiðar Mar Björnsson, Kristinn E. Hrafnsson, Margrét Blöndal, Ragnar Kjartansson, Sigríður Ylfa Arnarsdóttir & Sveinbjörg Símonardóttir.
Sara Hjördís Blöndal (*1989, Iceland) is graduating with a MA in Curatorial Practice from the Icelandic University of Arts. She has been working as a designer in theatre and film for more than a decade and holds a BA degree in Theatre Design (2015) from Wimbledon College of Arts, University of the Arts London. Sara has been working as a freelance exhibition designer in recent years.