Einkasýning Rúrí Sigríðardóttur Kommata Ó + Við opnar 26. október kl. 17:00 - 19:00* í Huldulandi, Laugarnesi.
 
Ó + Við
Ég vil ekki segja þér neitt fyrirfram,
svo þú getir fengið að svara því alveg sjálf(ur) um hvað þetta snýst.
Hvað þú mátt og mátt ekki gera.
Þetta sem þú vilt,
og þetta sem ég er að reyna að segja
án þess að segja,
eigum við saman.
Um það snýst þetta.
 
ruri_ruri_sigridardottir.png

 

*Á sama tíma og opnun sýningarinnar á sér stað heldur Rúrí einnig upp á afmælið sitt.
 
Sýningin er partur af einkasýningaröð BA nemenda á þriðja ári í myndlist sem fara fram á tímabilinu 28. september - 16. nóvember 2023.
Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur. Kennarar Hekla Dögg Jónsdóttir og Sindri Leifsson.
 
Nánari upplýsingar um einkasýningaröðina má finna HÉR.
Viðburðurinn á Facebook.