Nýsköpun í nýtingu sjávarafurða – ráðstefna og opin viðburður í Listaháskóla Íslands: State of the art in fish leather

Katrín María Káradóttir, fagstjóri námsbrautar í fatahönnun við Listaháskóla Íslands og Steinunn Gunnsteinsdóttir sölufulltrúi Atlantic Leather, standa í samstarfi við alþjóðlega samstarfsaðila, fyrir ráðstefnu og vinnusmiðju um nýtingu sjávarleðurs og nýsköpun í fatahönnun. Ráðstefnan er hluti af alþjóðlegu samstarfsverkefni sem nefnist FishSkin og hlaut stóran styrk frá Horizon 2020, rannsóknar- og nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins. Tilgangur Horizon 2020 er að knýja fram hagvöxt og skapa störf innan Evrópu og er sjóðurinn styrktur af stjórnvöldum og leiðtogum Evrópu og meðlimum Evrópuþingsins.
Verkefnið FishSkin snýst um að þróa aðferðir til að vinna roð af fiski á umhverfisvænan og ábyrgan hátt sem mótvægi við hefðbundna leður-framleiðslu.
 
Samstarfsaðilar Listaháskólans og Atlantic Leather í verkefninu eru hönnuðir og rannsakendur frá Central Saint Martins, London College of Fashion, Þjóðminsjafninu í Danmörku, Menningarsögusafninu í Noregi, Shenkar listaháskólanum í Ísrael, Kyoto Seika háskólanum í Japan, Kornit Digital framleiðslufyrirtæki frá Ísrael, Oceanographic Research frá Ísrael og Ars Trinctoria rannsóknar- og greiningamiðstöð frá Ítalíu.
 
Þessi fjölbreytti hópur kemur til með að tengja saman fatahönnuði, vísindamenn, tæknifræðinga og handverksfólk frá Norðurlöndunum og víðar að. Hópurinn kemur til með að rannsaka möguleika á nýsköpun í fiskleðri úr roði sem sjálfbærari valkost en hefðbundin leður.
 
Ráðstefna 9. – 13. september á Íslandi
Liður í FishSkin verkefninu er ráðstefna á Íslandi sem er unnin í samstarfi við Listaháskóla Íslands, Atlantic Leather ásamt Shenkar og Elisa Palomino frá UAL. Ráðstefnan, sem ber titilinn State of the art in fish leather, er önnur af átta skipulögðum ráðstefnum sem fara fram á meðan verkefninu stendur.
 
Ráðstefnan hefst á opnum viðburði mánudagsmorguninn 9. september í húsi hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. Þar verður á dagskrá að kynna verkefnið og samhengi þess við sögu, hönnun og iðnað, dagskráin hefst klukkan 10:00 og er opin öllum áhugasömum.
 
Í framhaldi af því fer af stað fjölþætt dagskrá fyrir þátttakendur ráðstefnunnar sem heimsækja Sjávarklasann áður en farið er norður á Blönduós. Á Blönduósi fara fram fyrirlestrar, hringborðsumræður og fundir þar sem lögð verða frekari drög að samvinnu og þróun verkefnisins. Dvalið verður í Textílsetrinu á Blönduósi en þar mun Lotta Rahme, sænskur sérfræðingur í sútun sjávarleðurs vera með kvöldnámskeið fyrir þátttakendur í hefðbundnum norrænum aðferðum við sútun. Atlantic Leather sem er staðsett á Sauðarkróki og tekur einnig þátt í framkvæmd ráðstefnunnar tekur svo á móti hópnum og sömuleiðis líftæknifyrirtækið IceProtein.
 
Við hvetjum áhugafólk um þróun sjávarleðurs og sútun að láta þennan viðburð ekki framhjá sér fara.
 
Dagskrá: 

Fishskin: welcome and introduction to the Fishskin project:
10:00 - 10:30
Ayelet Karmon and Ori Topaz
Introduction to the FISHSkin project.
 
Katrín María Káradóttir &
Elisa Palomino
Director of Fashion Studies. IUA &
CSM BA Fashion print pathway leader.
FishSkin sustainability and
craftsmanship in Higher Education
 
Fishskin: Historical Context:
10:30 - 11:00
Dr. Anne Lisbeth Schmidt
Conservator from the National Museum of Denmark.
Skin Clothing from the North:
Traditional fish skin clothing and artefacts
 
11:00 - 11:30
Dr. Torunn Klokkernes
Department for Collection Management,
Museum of Cultural History,
University of Oslo.
Fish skin processing and artefact
studies in arctic cultures
 
11:30 - 11:45
Lotta Rahme
Swedish Traditonal fish skin tanner.
Fishskin traditional tanning methods.
 
11:45 - 12:00
Break
 
Fishskin: Industry Context:
12:00 - 12:30
Gunnsteinn Björnsson
Atlantic Leather CEO.
Fish skin as a by-product of the food
industry. Generating value from waste
 
12:30 - 13:00
Gustavo Defeo
Director of Ars Tinctoria s.r.l.
Analytical research laboratory for
the chemical definition of dyes