Núlleyja 

Sjónrænt samtal við samtímann þá og nú.

 
Hekla mun fjalla um sýninguna Null Island / Núlleyja,  sem opnaði nýverið í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, Sýningin er partur af sýningaröð safnsins þar sem farið er yfir feril lykilpersóna í íslensku listalífi og fjallað er um ferilinn hennar í samhengi listasögunnar og samtímans. 
Núlleyja er ímyndaður staður á miðju hafsvæði Þar á hið tilviljunarkenda hnitakerfi jarðarkúlunnar sér upphafsviðmið í skurðpunkti miðbaugs og núllbaugs. Staðsetningarkerfið er mannanna verk og í raun tilviljun hvar 0° gráðan byrjar.  Í verkum sínum skoðar Hekla Dögg Jónsdóttir slík grunnkerfi og beinir sjónum okkar áhorfenda að stað og stund. Hún teygir á hugmyndum okkar um „hér og nú“ og notar listina sem frjálst og opið rými þar sem hver og einn markar sér eigin viðmið. Verk hennar eru leikur á mærum hin hversdagslega og hins töfrandi þar sem óvæntar ummyndanir bjóða okkur að upplifa tilveruna í nýju ljósi.
 
null_iceland.jpg

Vídeó stilla Núlleyja 2023

"An equator is an imaginary line around the middle of a planet or other celestial body. It is halfway between the north pole and the south pole, at 0 degrees latitude. An equator divides the planet into a northern hemisphere and a southern hemisphere"
"The prime meridian is the imaginary line that divides Earth into two equal parts: the Eastern Hemisphere and the Western Hemisphere. The prime meridian is also used as the basis for the world’s time zones”
 
Hekla Dögg er fædd 1969 og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1991 – 1994. Hún sótti skiptinám við Listaháskólann í Kiel í Þýskalandi og viðbótarnám við Staatliche Hochschule für Bildende Künste í Frankfurt am Main. Að loknu námi í Þýskalandi hélt Hekla til Bandaríkjanna til náms við Listaháskólann í Kalíforníu, California Institute of the Arts þaðan útskrifaðist hún með BFA gráður 1996 og MFA gráðu árið 1999. Allt frá útskrift hefur Hekla verið virk í sýningarhaldi og hefur sýnt í söfnum og á öðrum sýningarstöðum bæði hér heima og erlendis, meðal annars í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Tate Modern safninu í London og Truck samtímalistamiðstöðinni í Calgary í Kanada. Hekla gegndi stöðu prófessors í myndlist við Listaháskóla Íslands frá árinu 2012 til 2022 og er einn af stofnendum og meðlimur Kling & Bang.
 
This event is a part of the fall 2023 lecture series held by the Department of Fine Art and takes place in the Laugarnes Lecture Hall (L193) at Laugarnesvegi 91, 105 Reykjavík
 
For further information on the lecture series click HERE.