Opinn fyrirlestur
A Valley and other moving landscapes
Nicolas Giraud

Nicolas Giraud er listamaður og ljósmyndari. Hann býr og starfar í í París og Arles í Frakklandi. Í  verkum sínum tekst hann á við áhrif og hringrás mynda og myndmáls í samtímanum. Listrannsóknir hans tengjast oftar en ekki viðfangsefnum hans sem kennara, textahöfundar og sýningastjóra. Frank Dumont gallery í Los Angeles og mfc michéle didier í París eru umboðsaðilar fyrir verk Giraud.
Í fyrirlestrinum mun Nicolas Giraud meðal annars fjalla um ljósmyndaverkefnið A Valley sem hann vann að á sex ára tímabili, frá 2013-2019.  Með verkefninu rannsakar hann áhrif iðnaðar á landslag og samfélag í Frakklandi. Í fyrirlestri sínum mun Giraud fjalla um þetta verkefni og önnur sem hafa verið unnin með svipuðum aðferðum. Verkefnið er tilraun til að rannsaka hvernig framsetning okkar á heiminum er að breytast í fljótandi og hreyfanlega mynd af landslagi. Sjá nánar á heimasíðu Giraud: http://ngiraud.com/
Fyrirlesturinn fer fram miðvikudaginn 8. janúar 2020 í Listaháskóla Íslands, Þverholti 11. Fyrirlesturinn er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands, hann verður á ensku og eruð þið öll velkomin.
 
 
img_7926print.jpg
 
Nicolas Giraud et Bertrand Stofleth, A Valley, 2013-2019