KYNNING Á NÁMSKEIÐSFRAMBOÐI OPNA LISTAHÁSKÓLANS SKÓLAÁRIÐ 2018-2019

 
Í gegnum Opna listaháskólann getur fólk sótt námskeið í öllum deildum Listaháskóla Íslands.
 
Í fjölbreyttri námskeiðsflórunni er meðal annars hægt að sækja sér færni í að leika á ukulele, kynna sér tónlistarmanninn John Cage, styrkja raddbeitingu, tileinka sér grunnhandbrögð við tálgun úr ferskum við, læra að skrifa leikrit, fræðast um módernisma í myndlist eða alþjóðlega vöruhönnun, svo fátt eitt sé nefnt.
 
Kynningin fer fram í fyrirlestrarsal 24 á jarðhæð í húsnæði skólans að Laugarnesvegi 91.