Útskriftartónleikar Jóhönnu Elísu fara fram í beinu streymi frá Lindakirkju föstudaginn 5.febrúar kl 20:00.Streymið má nálgast hér.

Jóhanna útskrifast með bakkalárgráðu í rytmískri söng- og hljóðfærakennslu.
screenshot_2021-01-19_at_12.04.43.png
 
𝐌𝐲𝐬𝐭𝐢𝐜 𝐦𝐨𝐨𝐧

Mystic Moon er heiti á nýútgefinni plötu Jóhönnu Elísu sem kom út í nóvember 2020. Hugmynd plötunnar er ,,Tónlist og málverk” en flest öll lög hennar eru innblásin frá málvekum. Plötuna hefur Jóhanna unnið að á tíma sínum í Listaháskólanum og því vel við hæfi að flytja hana á lokatónleikum í skólanum. Platan verður flutt í heild sinni með srengjasveit ásamt nýju efni sem Jóhanna hefur unnið að síðustu misseri.

𝐅𝐥𝐲𝐭𝐣𝐞𝐧𝐝𝐮𝐫

Jóhanna Elísa Skúladóttir, söngur og píanó
Sigmar Þór Matthíasson, raf- og kontrabassi
Soffía Jónsdóttir, selló
Jón Pétur Snæland, selló
Anna Katrín Hálfdanardóttir, fiðla
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir, fiðla
Ester Petra Gunnarsdóttir, fiðla
Bríet Finnsdóttir, víóla
Hafrún Birna Björnsdóttir, víóla
Ingi Bjarni Skúlason, píanó
 

𝐉𝐨́𝐡𝐚𝐧𝐧𝐚 𝐄𝐥𝐢́𝐬𝐚

Jóhanna Elísa er söngkona, píanóleikari, laga- og textahöfundur. Hún hóf klassísk píanónám í Tónskóla Sigursveins sex ára gömul þar sem hún kláraði miðstig. Sautján ára gömul hóf hún nám í rytmískum söng í Tónlistarskóla FÍH og lauk burtfararprófi þaðan árið 2017. Að auki hefur hún lokið grunnprófum í rytmískum píanóleik og klassískum söng.
Síðustu ár hefur Jóhanna einbeitt sér að tónsmíðum en hún hefur verið undir handleiðslu Sóleyjar Stefánsdóttur í laga- og textasmíði í Listaháskólanum. Samhliða náminu hefur Jóhanna gefið út tvær plötur með eigin efni og komið víða fram með tónlist sína, ýmist ein við píanóið eða með strengjaleikurum. Jóhanna hefur gaman af útsetningum og útsetur lög sín fyrir ýmis hljóðfæri. Strengjaútsetningar eru í uppáhaldi hjá Jóhönnu og fá þær því að hljóma á tónleikunum.