screenshot_2021-12-01_at_15.25.26.png
Það gleður okkur í Intelligent Instruments Lab við tónlistardeild LHÍ að geta boðið ykkur á ýmsa viðburði sem eru í tengslum við málstofu okkar, Moving Strings. Í byrjun desember fáum við sérfræðinga í hljóðfærahönnun, gervigreind og tónsmíðum til okkar í vinnustofur, tónleika og fyrirlestra, og við bjóðum áhugasömu fólk eins og ykkur opinn aðgang að nokkrum viðburðum málstofunnar.
 
Hér er kynningarmyndband: https://youtu.be/B0UIsDUzrD4
Sjá síðu málstofunnar hér: www.iil.is/events/moving-strings
 
Og beinir hlekkir á viðburði Moving Strings:
Við hvetjum ykkur öll, sama hvar þið eruð í ferli ykkar eða hvað þið eruð að fást við í tónlist eða öðrum listum, til að mæta á þessa viðburði.
 
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Þórhallur, Jack, Halldór, Tinna, Victor og Esther