Einkasýning Birtu Drafnar Kristjánsdóttur Moonless Nights opnar 28. septemer kl. 17:00 – 19:00 í Naflanum, Laugarnesi.
Á tungl lausri nótt, þar sem ljósmengun nær ekki til, lá ég á jörðinni og starði upp á næturhimininn. Því meira sem augun mín aðlagast myrkrinu því fleiri stjörnur birtast mér. Þær virtust vera endalausar og ég varð heltekin af þeim.
Þá sá ég það, dauft blátt band sem teygði sig yfir himininn. Á augnabliki áttaði ég mig á því að ég var að sjá Vetrarbrautina í allri sinni dýrð með mínum eigin augum.
Það var þarna, á þessum stundum sem ég fann fyrir algjörri hugarró í mitt fyrsta skipti.
Ég sé stjörnurnar nú í öðru ljósi.
Sýningin er partur af einkasýningaröð BA nemenda á þriðja ári í myndlist sem fara fram á tímabilinu 28. september - 16. nóvember 2023.
Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur. Kennarar Hekla Dögg Jónsdóttir og Sindri Leifsson.
Nánari upplýsingar um einkasýningaröðina má finna
HÉR.