Mánudaginn 10. september kl.12:15 halda fimm meðlimir Moon Gallery fyrirlestur um starfsemi sína og rannsóknir á snertipunktum geimeðlisfræði, jarðeðlis-og efnafræði, myndlistar og hönnunar. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestrarröð hönnunar – og arkitektúradeildar Listaháskóla Íslands, GESTAGANGI. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal A í Þverholti 11.
 
 Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir

 

Fyrirlesarar:
Bernard Foing (geimeðlisfræðingur)
Alexander Zaklynsky (listamaður)
Anna Sitnikova (listamaður)
Marc Heemskerk (jarðfræðingur)
Benjamin Pothier (listamaður)
 
 
Fyrirlesararnir og rannsóknir þeirra eru sem hér segir: 
 
Bernard Foing (geimeðlisfræðingur) EuroMoonMars: research, analogue simulations and Artscience opportunities
Bernard Foing er fremsti ráðgjafi ESA DG og starfar sem geimeðlisfræðingur. Hann hefur verið leiðandi innan SMART-1, verið Co-I í SOHO, XMM, Mars Express, COROT, EXPOSE ISS, ExoMars, framkvæmdarstjóri ExoGeoLab, ExoHab, EuroMoonMars verkefnum og stjórnandi ILEWG.
Í doktorsritgerð sinni í geimeðlisfræði og geimtækni nýtti hann innrauðan sjónauka staðsettan á eldflaug. Hann vann sem stjörnufræðingur fyrir Suður-evrópsku geimstöðina og sem stjarneðlisfræðingur hjá CNRS áður en hann gekk til liðs við ESA ESTEX sem prófessor í eðlisfræði, stjarneðlisfræði, jarðar-, plánetu- og geimvísindum í Frakklandi, Florida Tec & VU Amsterdam.
 
Alexander Zaklysnky, listamaður -  Moon Gallery 
Er hljóð- og myndlistarmaður og vinnur líka með höggmyndir. Rannsóknir hans og sköpunarferli miða að því að brjóta upp tví- og þrívíða fleti hinna hefðbundnu lista og opna á fjórðu víddina, takmarkið er að ná þessu fram en viðhalda þó fagurfræðilegum samhljómi í verkunum. Tjáning, uppbrot, framsetning og nýting á rými mætast í verkunum í gegnum hugræna könnun á fjarvídd, lit og uppbyggingu. Verk Zaklysnky skoða landslag samtímans og skapa tækifæri til að uppgötva ný sjónarhorn í umhverfi sínu. 
 
Anna Sitnikova, listamaður - Art Moon Mars & Origami for Moon Mars Architecture
Alheimurinn, óvinvættur og blíður í senn, veitir hönnun Sitnikova innblástur. Hann stendur fyrir hið endanlega byggingarrými þar sem þyngdarafl hefur engar takmarkanir á möguleika uppbyggingar og ásar rýmis stækka endalaust.
Sitnikova sérhæfir sig í að þróa snjallefni og þrívíða, stækkanleg og gagnvirka strúktúra. Í samstarfi við textíl- arkitekt stúdíóið Samira Boon er hún nú að innleiða form úr origami-hefðinni í stafrænan vefnað. Þau eru að skapa og gera stafræn fjölbreytt origami munstur sem nýta á í byggingarlist MoonMars.
 
Marc Heemskerk, jarðfræðingur – Martian and Lunar soils as Building Blocks
Heemskerk stundar nám í jarðfræði og jarðefnafræði við Vrije Háskólann í Amsterdam.
Hann hefur lengi átt sér þann draum að sjá mannfólk skoppa í kringum og á yfirborði tunglsins eða Mars – hvort sem það er hann sjálfur eða einhver annar sem gerir það– vill hann taka þátt í að gera drauminn að veruleika.
Verkefni Heemskerk snýst um að þróa byggingarefni á borð við steypu úr efnum sem finna má í jarðvegi mars eða tunglsins. Hans skoðun snýst um að prófa hvers konar jarðvegur er bestur til verksins.
 
Benjamin Pothier, listamaður – "Extreme Arts Expeditions and Astronaut Trainings, a case study"
Benjamin Pothier er listamaður, rannsakandi og landkönnuður, hann leggur stund á doktorsnám í Planetary Collegium við Háskólann í Plymouth, Bretlandi, var kosinn í Explorers Club (NYC Fellow International and Expeditions Director E2 for 7L Global sem er alþjóðlegt fyrirtæki er framleiðir hágæða tæknilegan fatnað.