Misbrigði VII - Tískusýning

 

Verkefnið Misbrigði er unnið af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Rannsakaðar eru leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar. Sjónum er beint að tísku á Íslandi í tengslum við sjálfbærni.

Ljóst er að endurvinnsla mun spila veigamikið hlutverk í framtíðinni. Það að draga þurfi úr framleiðslu og breyta aðferðum þarf hinsvegar ekki að koma niður á sköpunargleðinni. Þvert á móti munum við hafa enn meiri þörf fyrir sköpun og þekkingu. Óhófleg neyslumenning og stuttur líftími textíls gerir tísku- og textíliðnaðinn mjög óumhverfisvænan. Þessu má breyta meðal annars með því að glæða gömul klæði og efni nýju lífi og vinna með þau á skapandi hátt.

Afrakstur verkefnisins verður sýndur á tískusýningunni Misbrigði VII. Tvær sýningar verða haldnar laugardaginn 11. desember kl. 17 og 18 í leikhúsrými Listaháskóla Íslands Laugarnesvegi 91, gengið inn ofan við húsið. Aðgangur er ókeypis en panta þarf miða á Tix.is.

 

//

 

Morphing Castaways VII - Fashion show

 

Morphing Castaways is a creative recycling project by 2nd year students in BA fashion design at the Iceland University of the Arts in collaboration with Clothing Donation Centre of the Icelandic Red Cross. With knowledge and methodology of design, the students develope ways to up-cycle clothes that for different reasons have fallen out of favour and can not be sold. The focus is on fashion in Iceland in connection with sustainability.

It has become clear that the current ways and systems will destroy us and that change in consumption and recycling will be a bigger part of our lives. This does not mean limiting creativity by any means. On the contrary. We have more use for creativity and knowledge now, than perhaps ever before. Morphing Castaways is conceived in reaction to our findings after looking into the predominant pattern of consumption of textile and clothing in western societies.

The results will be shown at Morphing Castaways VII the fashion show. It will be held in the Black Box, the theather space in the Iceland University of the Arts in Laugarnesvegur 91, entrance on middle floor.
There will be two shows, at 5pm and 6pm and tickets are available free of charge at Tix.is.

 

Nemendurnir sem sýna í ár eru tíu // Participating students this year showing their work are ten in total:

Guðmundur Ragnarsson
Guðný Margrét Magnúsdóttir
Honey Grace Zanoria Bargamento
Karítas Spanó
Klara Kalinik
Sverrir Anton Arason
Sylvía Karen Pétursdóttir
Thelma Rut Gunnarsdóttir
Victoria Rachel Zamora
Viktor Már Pétursson