Opinn fyrirlestur

Portúgalski listamaðurinn Samuel Silva heldur opinn fyrirlestur á ensku á fimmtudaginn í húsnæði listkennsludeildar í Laugarnesi.

Í fyrirlestrinum deilir Silva hugmyndum nokkrum hugmyndum um rýmin á milli listrænnar vinnu í óformlegu menntakerfi og samtímalistar þar sem áhersla er lögð á tengsl og þátttöku almennings.

Á undanförnum árum hefur Samuel Silva lagt áherslu að rannsaka námsumhverfi upplýst af samtímalist í skólum og söfnum. Athygli hans beinst að samvinnu í listum, þátttökulist og venslalist. Í doktorsrannsókn sinni hefur hann skoðað svæðin á milli listrænna samstarfsaðferða í samfélaginu og óformlegrar menntunar.

Auk þess að gegna stöðu prófessors við myndlistardeild háskólans í Porto hefur hann starfað í fræðsludeild Museum of Contemporary Art of Serralves. Nýlega hefur Silva stýrt fræðsludeild International Museum of Contemporary Sculpture í Santo Tirso en safnið er hið eina sinnar tegundar í Portúgal.

Fyrirlesturinn er á ensku og fer fram í húsnæði listkennsludeildar við Laugarnesveg 91, í stofu 54. 

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.