Sýning meistaranema í hönnun við LHÍ opnar í sjóminjasafninu fimmtudaginn 16. desember og stendur opin til sunnudagsins 9. janúar. Opið alla daga 10 - 17.

Sjórinn er grunnur vistkerfa jarðar og stjórnar hringrás vatns og kolefnis. Í náinni framtíð munu 70% íbúa jarðar búa í sjávarbyggðum/borgum. Höf og sjór fylla könnuði, vísinda-, og listafólk eldmóði. Þær atvinnugreinar sem eru í hvað mestum vexti á Íslandi leggja mikla áherslu á bláa hagkerfið.

Á haustönn hafa meistaranemendur í hönnun skoðað kerfi tengdum sjónum með framlagi bæði innlendra og erlendra sérfræðinga. Í verkefnunum er meðal annars fjallað um síun örplasts og kolefnisgeymslu. Á sama tíma eru skoðaðar fjölbreyttar leiðir til að tengjast sjónum sem auðlind þekkingar eða setja upp nýtt ímyndað vatnshvolf.

Eins og mannfræðingurinn Sthephen Helmreich sagði: "Höfin eru á sama tíma útópísk og dystópísk". Verkefni meistaranemana verða sett upp í Sjóminjasafninu í rými sem ber heitið Mettun hafsins. Verkin fela í sér spurningar samtímans um áhrif manneskjunar á vistkerfin.

 

//

 

Exhibition by MA design students at IUA opens in Reykjavík Maritime Museum on Thursday the 16th of December and will stand until Sunday the 9th of January. Open every day 10am - 5pm.

Oceans are at the core of the planet ecosystems and regulate water and carbon cycles. 70 % of the Earth population will soon be living in coastal settlements/cities.

Oceans and seas also inspire explorers, scientists, artists and storytellers. In Iceland, the most successful emerging industries are focusing on the ´Blue Economy´.

During the Autumn 2021 the students at the MA Design have studied systems related to Oceans with the input of specialists both local and international. The projects cover topics such as microplastics filtering and carbon storage, but also look at alternative ways to relate to the Ocean as a source of knowledge or offer a renewed imaginary of the Hydrosphere.

In the words of anthropologist Stephen Helmreich, "Oceans are at the same time utopian and dystopian". The projects by the MA Design Explorations & Translations students inhabiting the Saturated Oceans space at the Maritime Museum embody contemporary questions about the impact of human industry on ecosystems.