Bandaríski tónlistarfræðingurinn Kimberly Cannady hefur undanfarin ár unnið að viðamikilli vettvangsrannsókn hér á Íslandi sem snýr að þætti þjóðlegrar tónlistar (rímnasöngs, tvísöngs, langspilshefðar, vikivaka) í samtímanum. Í rannsóknum sínum hefur hún skoðað þátt þjóðlegrar tónlistar í samhengi við kenningar breska mannfræðingsins Michael Herzfeld um menningarnánd eða „cultural intimacy“.

Kimberly Cannady mun fjalla um rannsóknir sínar í hádegisfyrirlestri við tónlistardeild LHÍ, föstudaginn 23. nóvember kl. 12:45 - 13:45. Þar mun hún segja frá vettvangsrannsókn sinni, aðferðafræði og fjalla um helstu niðurstöður.  

Fyrirlesturinn, sem ber heitið Cultural Intimacy of "Lousy Songs" in Iceland, fer fram í stofu S304, (Fræðastofu 1), Skipholti 31, tónlistardeild LHÍ. 

Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Öll hjartanlega velkomin.

Nánar

Kimberly Cannady lauk doktorsprófi í tónlistarmannfræði (ethnomusicology) frá Washington-háskóla í Seattle. Hún er einnig með BA-gráðu í söng. 

Hún hefur rannsakað tengsl tónlistar og þjóðerniskenndar á Norðurlöndunum, sér í lagi á Íslandi, og um þessar mundir er hún að leggja lokahönd á bók sem byggir á vettvangsrannsóknum hennar á Íslandi. Kimberly Cannady er fyrirlesari við Victoriu-háskóla í Wellington.