Föstudaginn 9. mars klukkan 14:30 heldur bandaríska óperusöngkonan og -kennarinn Roberta Cunningham masterklass við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Masterklassinn fer fram í flyglasal í húsnæði tónlistardeildar LHÍ, Skipholti 31. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Roberta Cunningham nam söng og söngkennslu við Carnegie Mellon Univiersity í Pittsburgh, Pennsylvaniu, við American Institute of Musical Studies í Graz og við Hochschule für Music und Darstellende Kunst í Hannover, Þýskalandi. Hún hefur áralanga reynslu af óperusöng, komið fram á sviði víðs vegar um Evrópu og víðar. Á undanförnum áratugum hefur hún í auknum mæli snúið sér að kennslu og er afar eftirsótt sem sem kennari og fyrirlesari og hefur kennt og miðlað þekkingu sinni víða um heim.

Hér má sjá viðtal við Robertu Cunningham um kennsluaðferðir hennar.