Nína Margrét Grímsdóttir heldur píanómasterklass við tónlistardeild LHÍ, miðvikudaginn 7. febrúar milli 17:00 og 19:30. Masterklassinn fer fram í Flyglasal LHÍ, stofu 630 í Skipholti 31; aðgangur ókeypis og áheyrendur hjartanlega velkomnir. 

Píanóleikarinn Nína Margrét Grímsdóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1985, LGSM prófi frá Guildhall School of Music and Drama, meistaraprófi frá City University í London, Professional Studies Diploma frá Mannes College of Music í New York og doktorsprófi í píanóleik frá City University of New York. Nína Margrét hefur komið fram á Íslandi, Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Japan og Kína sem einleikari með hljómsveitum og í kammertónlist. Hún hefur hljóðritað fimm geisladiska fyrir Naxos, BIS, Acte Préalable og Skref. Nína Margrét er deildarstjóri framhaldsnáms við Tónskóla Sigursveins og formaður Íslandsdeildar EPTA.

 

∞∞∞∞∞∞

 

Master-class with pianist Nína Margrét Grímsdóttir on Wednesday, February 7th from 5 pm - 7:30 pm at Skipholt 31, room 630. Free entrance, audience welcome. 

Pianist Nína Margrét Grímsdóttir has concertized in Europe, USA, Canada, Japan and China, including concertos with the Royal Chamber Orchestra in Tokyo and the Reykjavik Chamber Orchestra. Her CDs on Naxos, BIS, Acte Préalable and Skref have received excellent reviews in Gramophone Awards Issue, BBC Music Magazine, Glasgow Herald, Crescendo-Magazine, Xi´an Evening News and High Fidelity. She holds a DMA degree from City University of New York, a Masters´s degree from City University of London, a Professional Studies diploma from Mannes College of Music and LGSM diploma from Guildhall School of Music.