Tales of the Cities: Bogotá and Medellin

Massimo Santanicchia er dósent og fagstjóri námsbrautar í arkitektúr við Listaháskóla Íslands. Sem arkitekt og kennari hefur hann lagt sérstaka áherslu á þverfalegt samstarf. Hann hefur í rannsóknum sínum og kennslu lagt áherslu á hvernig nýjar hugmyndir um hlutverk arkitekta í alþjóðlegu samhengi hafa áhrif á ábyrgð þeirra gagnvart samfélagslegu og viðstfræðilegu umhverfi og hvernig nýta megi hönnun sem tól til að betrumbæta heiminn.  Rannsóknarefni Massimo snúa að borgaralegum réttindum og ábyrgð, kerfishugsun og arkitektúrkennslu, þá sér í lagi hvernig háskólar geta hjálpað til við að skapa samfélagslega meðvitund, þar sem hugmyndir um samvinnu og aktívisma eru fléttaðar inn í nám nemenda.
 
Í fyrirlestri sínum mun Massimo fjalla um þéttbýlismyndun og samfélagsþróun sem hefur átt sér stað í Bogotá og Medellin síðastliðin tuttugu ár. Hann skoðar hvernig breyttir stjórnarhættir sem byggja á að fjárfesta í og huga að almannaheill hefur skilað sér í jákvæðri efnahags- og samfélagslegri þróun fyrir íbúa svæðanna.
 
Fyrirlesturinn fer fram fimmtudaginn 12. desember kl 13:10 í fyrirlestrarsal A, Þverholti 11. Hann fer fram á ensku og eruð þið öll velkomin!