Massimo Santanicchia
Architecture in the Cthulocene

Massimo Santanicchia er dósent og fagstjóri á námsbraut í arkitektúr við Listaháskóla Íslands. Sem arkitekt og fræðimaður hefur Massimo áhuga á að rannsaka hvaða hlutverki menntun gegnir þegar kemur að því að leysa hin stóru vandamál sem mannkynið stendur nú frammi fyrir.
 
Í fyrirlestri sínum, Architecture in the Cthulocene, mun Massimo kanna eftirfarandi spurningu: Hvaða pólitík má finna í þinni hönnun og hvernig hannarðu þína pólitík? Hvernig getur nám í arkitektúr á tímum mikilla breytinga og framfara tekið þátt í að móta fagmenn morgundagsins og gera þá að virkum ríkisborgurum sem geta unnið að vandamálum dagsins í dag?
Fyrirlesturinn fer fram þriðjudaginn 9. apríl næst komandi klukkan 12:15 í fyrirlestrarsal A, Þverholti 11.
Hann er opinn öllum og fer fram á ensku.
 
Sneiðmynd 2019
Í fyrirlestraröðinni Sneiðmynd kynna kennarar Hönnunar- og arkitektúrdeildar eigin rannsóknir og listsköpun og ræða tengsl þeirra við kennslu í námskeiðum við deildina.
Í vor eru það kennarar í MA námi í hönnun og BA arkitektúr sem kynna rannsóknir sínar og verkefni.
Öflugt rannsóknarstarf kennara við Hönnunar- og arkitektúrdeild er undirstaða þekkingarsköpunar, hugmyndafræðilegrar endurnýjunar og listrænnar nálgunar sem miðlað er til nemenda í gegnum kennslu og til samfélagsins með þátttöku í ýmsum verkefnum á innlendum og alþjóðlegum vettvangi.