Stijn Brinkman
Marg-­rými : Innsetning 
22.01.23 // Harpa - Flói

Útskriftarverk Stijn Brinkman verður flutt í Hörpu þann 22.janúar. Stjin er skiptinemi frá Hollandi en hann lýkur meistaranámi í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi. Marg-rými er rannsókn sem gerir tilraunir á mörkunum sem endalaust skarast í sýningarrýminu, grefur undan þeim og enduruppgötvar.

Innsetningin stendur yfir frá kl.11:00 til 20:00 en flutningur fer fram í þrígang yfir daginn kl.12:00, 15:30 og 18:30. 

------------------------------------------------------------

stjin.jpeg

Marg-rými

Við erum aldrei í bara einu rými. Hvert og eitt rými er afurð margvíslegra rýma sem öll skarast á sama tíma. Hvert og eitt rými hefur að geyma rýmislög margra annarra rýma og er á sama tíma hluti af ótal öðrum rýmislögum, sem öll takmarka hvert á sinn hátt.

Áheyrendum er boðið að finna sér leið í gegnum hafsjó spegla og skapa þannig takmörk sýningarrýmisins sjálfir. Rétt eins og bátarnir og dýrin í sænum sem umlykur Hörpu, ferðast Marg-rými um þekkt og óþekkt svæði. Fiðluleikarinn Stijn Brinkman leggur þrisvar sinnum upp í þessa siglingu.

Flytjandi, hljóðhönnun, sýningarstjóri //
Stijn Brinkman

Myndavél // 
Skjáskot

Þakkir hljóta Listaháskóli Íslands, Gamla Bíó, Góði Hirðirinn, Angela Rawlings, Bergþóra Ægisdóttir, Simon Schultz og ýmsir aðilar sem lánuðu spegla fyrir verkefnið.