Málþing um Hverfisgötu í tilefni af 100 ára afmæli danska Sendiráðsins á Íslandi

Streymi á málþingið: 

https://vimeo.com/368014070

 

Danska Sendiráðið á Íslandi og Listaháskóli Íslands efna til málþings um varðveislu sögulegra bygginga og byggingarsögu Hverfisgötunnar í því samhengi, í Safnahúsinu, þriðjudag 22.október 2019.
Málþingið, sem ber heitið Hverfisgata: A Dialogue Between the Urban Past and Present, er haldið í tilefni af 100 ára afmæli danska sendiráðsins á Íslands.
 
Fyrirlesarar á málþinginu koma frá Danmörku og Íslandi en meðal þeirra er Mogens A. Morgen prófessor við Arkitektúrskólann í Århus, Morgen mun fjalla um friðaðar byggingar í Danmörku síðast liðin hundrað ár. Þá talar Pétur H Ármannsson arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands um byggingarsögu Hverfisgötunnar og hvað gatan stendur fyrir í sögulegu samhengi. Margrét Harðardóttir og Steve Christer arkiektar og stofnendur arkitektastofunnar Studio Granda flytja þá erindi um þær breytingar sem hafa orðið á Hverfisgötunni og í því samhengi meðal annars um byggingu sína fyrir Hæstarétt. Þá taka við Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason arkitektar og stofendendur arkitektastofunnar Kurt og Pí og ræða um áætlaða viðbyggingu við Stjórnarráðið.
Að lokum stjórnar Sigrún Birgisdóttir arkitekt og prófessor við Listaháskóla Íslands pallborðsumræðum um viðfangsefni málþingsins sem gestum málþingsins er boðið að taka þátt í.
Sigrún Alba Sigurðardóttir, forseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands verður fundarstjóri á málþinginu.
 
Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Listaháskóla Íslands og Eva Egesborg Hansen Sendiherra Danmerkur á Íslandi opna málþingið klukkan 14:00
 
Málþinginu verður streymt og mun linkur vera settur inn á viðburð málþingsins á Facebook sem og á viðburðinn á heimasíðu Listaháskóla Íslands.
 
Málþingið fer fram á ensku og við bjóðum alla hjartanlega velkomna á meðan rými leyfir.  
 
Hér fyrir neðan má sjá dagskrá málþingsins:
 
14:00 – 14:10
Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Listaháskóla Íslands og Eva Egesborg Hansen Sendiherra Danmerkur á Íslandi opna málþingið
 
14:10 – 14:40
Fredet – Listed Buildings in Denmark 1918 – 2018
Mogens A. morgen
Prófessor við Arkitektúrskólann í Århus, Danmörku
 
14:40 – 15:00
The Avenue in Skuggahverfi
Pétur H. Ármannsson
Arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands
 
15:00 – 15:20
Kaffihlé
 
15:20 – 15:40
An Ordinary Street
Steve Christer & Margrét Harðardóttir,
arkiektar og stofnendur arkitektastofunnar Studio Granda
 
15:40 – 16:00
EXTENSION?
-in Prime Minister’s Backyard
Ásmundur Hrafn Sturluson and Steinþór Kári Kárason,
arkitektar og stofendendur arkitektastofunnar Kurt og Pí
 
16:00 – 16:30
Pallborðsumræður
Sigrún Birgisdóttir stýrir umræðum,
arkitekt og prófessor við Listaháskóla Íslands
 
Fundarstjóri: Sigrún Alba Sigurðardóttir, forseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands
 
Ljósmynd viðburðar: „Hverfisgata“ eftir Þránd Þórarinsson