Fimmtudaginn 31. janúar, milli 13 og 15, munu tónskáldið Marko Ciciliani og fiðluleikarinn Barbara Lüneburg, fjalla um og segja frá rannsóknum sínum á sviði lista í Fræðastofu 1, S304, Skipholti 31. Málstofan er haldin af Rannsóknarstofu í tónlist (RíT) í samstarfi við Myrka Músíkdaga og tónleikaröðina Hljóðön.

Málstofustjóri er Einar Torfi Einarsson, tónskáld og fagstjóri fræða við Tónlistardeild LHÍ. Málstofan er öllum opin og öll velkomin.

Nánar

Dr. Marko Ciciliani og Dr. Barbara Lüneburg, gestir Hljóðana, sem er hluti af dagskrá Myrka Músíkdaga 2019, munu kynna listrannsóknaverkefni sín GAPPP og TransCoding. Verkefnin eiga það sameiginlegt að vera langtímaverkefni þar sem saman kemur lista- og fræðifólk úr ýmsum áttum. 

GAPPP, (Gamified Audiovisual Performance and Performance Practice), verkefnið sem Marko Ciciliani stýrir, snýst um að rannsaka tölvuleiki sem uppsprettu tónsmíða. Hvernig tövuleikjaumhverfið geti leitt af sér ný sambönd flytjenda, áheyrenda og raun- og sýndarrýmis. 

TransCoding verkefnið var þriggja ára rannsóknaverkefni sem stóð yfir á árunum 2014-2017, leitt af Barböru Lüneburg. Verkefnið miðaði að því að ná til nýrra áheyrenda samtímatónlistar í gegnum aðferðir þátttökuverka, samskiptamiðla og menningar- og félagsfræðilegra sjónarhorna.

Bæði verkefnin eru hýst af Tón- og Sviðslistaháskólanum í Graz og eru styrkt af austurríska rannsóknarsjóðnum.

Viðburðurinn á Facebook