Málstofa tónsmíða // Þráinn Hjálmarsson
03.02.23 kl.12:45, Dynjandi

Tónskáldið Þráinn Hjálmarsson er næsti gestur okkar í málstofu tónsmíðanema. Hann flytur erindið „... auðvitað og sem betur fer breytistu eftir því við hvern þú talar.“, þar sem hann fjallar um eigin tónsmíðar þar sem náið samtal við flytjendur er stór hluti af sköpunarferli verkanna. Erindið fer fram á íslensku.
 

thrainn-hjalmarsson-portrait-credits-laufey-jakobsdottir.jpg

Þráinn Hjálmarsson

Þráinn Hjálmarsson (f. 1987), tónskáld, nam tónsmíðar við Konunglega Konservatoríið í Haag og við Listaháskóla Íslands á árunum 2006-2011. Tónlist Þráins hefur verið flutt víða um heim af hinum ýmsum flytjendum og hljóðfærahópum og má þar nefna Basel Sinfonietta, BBC Scottish Symphony Orchestra, Kammersveit Reykjavíkur, Vertixe Sonora, Sinfóníuhljómsveit Íslands, CAPUT, Marco Fusi, Athelas sinfonietta, Uusinta ensemble, Ensemble Klang, Nordic Affect auk margra annara. Samræða og samstarf við flytjendur er veigamikill í sköpunarferli verka Þráins, þar sem reynsla, innsýn og listræn sýn flytjandenda hefur mótandi áhrif á útkomu verkanna. Frá árinu 2007 hefur Þráinn starfað að þróun hljóðfæratækni og útfærslu hljóðfærisins Þránófóns og frá árinu 2009 í samræðu við tónskáldið og flytjandann Inga Garðar Erlendsson. Á meðal annarra samstarfsaðila Þráins má nefna myndlistarfólkið Magnús Pálsson, Sigurð Guðjónsson, Veroniku Sedlmair og Brynjar Sigurðarson.

Þráinn er meðlimur tónskáldasamtakanna S.L.Á.T.U.R og heldur utanum tónleikaröðina Hljóðön, sem haldin er af Hafnarborg - Lista- og Menningarmiðstöð Hafnarfjarðar. Þráinn var sýningarstjóri sýninganna  „Hljóðön – sýning tónlistar“ og „Borgarhljóðvist í formi ensks lystigarðs“ í Hafnarborg og annar sýningarstjóra 10. útgáfu þverfaglega myndlistartvíæringsins Sequences;  „Sequences X – Kominn tími til“ árið 2021.