Árlegt útgáfupartý Mænu tímaritsins er haldið 15. mars í Hafnarhúsinu. Mæna er tímarit um hönnun á Íslandi sem gefið er út af hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Tímaritið er hannað og unnið af þriðja árs nemendum í grafískri hönnun en ritstjórar koma úr hópi kennara deildarinnar.

Mæna er tímarit um hönnun á Íslandi sem gefið er út árlega af hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Tímaritið er hannað og unnið af þriðja árs nemendum í grafískri hönnun en ritstjórar koma úr hópi kennara deildarinnar. Mæna er nú gefin út í 9. skipti og unnin í samstarfi við prentsmiðjuna Odda og Gunnar Eggertsson hf.

Þema Mænu í ár er endurtekning sem endurspeglast í innihaldi, uppsetningu og útliti tímaritsins. Sýning á efni og innihaldi Mænu verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, meðan á HönnunarMars stendur.

Opnunargleði Mænu hefst klukkan 17:15 þann 15. mars.

Hönnun og umbrot tímaritsins:
Andri Þór Ingvarsson
Áslaug Baldursdóttir
Daði Vikar Davíðsson
Edda Karólína Ævarsdóttir
Elín Edda Þorsteinsdóttir
Esja Jeanne Jónsdóttir
Guðmundur Snær Guðmundsson
Gunnar Helgi Guðjónsson
Jakob Sturla Einarsson
Lilja Björk Runólfsdóttir
Sverrir Örn Pálsson
Þorgeir K. Blöndal

Kennarar:
Arnar Freyr Guðmundsson
Johanna Siebein
Jónas Valtýsson
Birna Geirfinnsdóttir