Fimmtudaginn 4.október klukkan 12:15 í sal A, Þverholti 11
Atli Þór og Hörður eru grafískir hönnuðir sem ætla að fjalla um endurmörkun Lögreglunnar á Íslandi. Verkefnið hefur staðið yfir í rúm 7 ár og er enn í gangi. Atli Þór og Hörður fara yfir verkefnið sem hefur verið unnið í einum skóla, einni auglýsingastofu og á tveimur hönnunarstofum. Þeir segja frá fæðingu þess, vandamálum, lausnum og viðbrögðum.
 
 
Sneiðmynd – skapandi umbreyting
Fyrirlesturinn er hluti af Sneiðmynd sem Hönnunar- og arkitektúrdeild stendur fyrir, þar kynna kennarar deildarinnar eigin viðfangsefni og ræða tengsl þeirra við kennslu og uppbyggingu náms við deildina. Auk þess að fjalla um eigin verkefni eru tengsl sköpunar við kennslu, hönnun, rannsóknir og þekkingaröflun rædd út frá ýmsum sjónarhornum.
 
 
Allir eru velkomnir.