L I T A S P J A L D  Í  T Ó N U M

Útskriftarverk úr MA námi í tónsmíðum

Í Kaldalóni, Hörpu, sunnudaginn 1. maí frá kl. 16:00.

 

CAPUT og KAMMERKÓRINN HLJÓMEYKI

flytja verk eftir fjóra útskriftarnema í tveimur lotum:

 

kl. 16:00

Valborgarnótt (Walpurgis Night) eftir Magnús Skjöld

fyrir blandaðan kór og kammersveit

textar að mestu eftir Goethe, í þýðingu Yngva Jóhannessonar        

 

Fluctuations eftir Agnar Má Magnússon

fyrir kammersveit 

____________________________

kl. 18:00         

Lenses eftir Naomi Pinno

fyrir kammersveit

 

1966 eftir Siv Disa Anderson

fyrir raddir og kammersveit

texti settur saman af höfundi

 

lhi_utskrift_matonlist_2022_lhibanner.png
 

Velkomin á útskriftarhátíð MA brautar í tónsmíðum. Hún er í tveimur lotum og hægt að taka sér góða hvíld eða göngutúr á milli.

Klukkan fjögur hljómar fyrst verk Magnúsar Árna Skjöld fyrir kór og kammersveit, Valborgarnótt. Þar hefur hann safnað saman ýmsum textabrotum, en mest ber á frjálslegum tilvitnunum í þýðingu Yngva Jóhannessonar á Fást eftir Goethe. Hann tileinkar verkið sonarsyni sínum, Örlygi Darra Úlfssyni, sem fæddist á Valborgarnótt – aðfaranótt 1. maí – 2021.

Næst leikur Caput Fluctuations eftir Agnar Má Magnússon, en það er hugleiðing höfundar um tímaskyn og sveigjanleika tímans. Það er nefnilega þannig að skynja má eilífðina í einu augnabliki, ævin er stutt en virðist jafnframt tímalaus.

Klukkan sex verður flutt verk eftir Naomi Pinno, Lenses. Það er í fjórum þáttum sem birta hver tiltekna mynd þar sem eftirlíking og andstæður kallast á. Naomi tileinkar verkið því fólki og stöðum sem hafa auðgað hana í Íslandsdvölinni undanfarin tvö ár, enda hafa öfgafull náttúra og auðug menning landsins heillað hana.

Að lokum heyrum við og sjáum verkið 1966 eftir Siv Disu Anderson. Það er margmiðlunarverk og sameinar vídeó og lifandi flutning. Um verkið segir hún: „Á einni nóttu breyta mannlegar hamfarir lífinu í Kína til frambúðar: Skólum er lokað, fólk hverfur og samfélagið er endurskipulagt eftir algera upplausn.“ Siv ræddi atburði menningarbyltingarinnar við þrjár systur frá Peking röskum fimmtíu árum síðar. Hér syngur Hljómeyki á upptökunni, en einsöngvarar eru Steinunn María Þormar og Bergþóra Ægisdóttir.

Stjórnandi Caput er Guðni Franzon. Egill Gunnarsson hefur stýrt æfingavinnu Hljómeykis. Einsöngvarar eru Hildigunnur Rúnarsdóttir og Bergþóra Ægisdóttir

 

English

Welcome to the graduation concert series of the MA course in composition. It is in two parts, so one may rest or take a walk in between.

At four o'clock we hear the piece Magnús Árni Skjöld has written for choir and chamber group, Walpurgis Night. It employs various fragments of texts, mostly freely adapted quotes from Yngvi Jóhannesson's translation of Faust by Goethe. Magnús dedicates the piece to his grandson, Örlygur Darri Úlfsson, who was born on Walpurgis Night – the night before May 1 – in 2021.

Next, the Caput Ensemble plays Fluctuations by Agnar Már Magnússon. It is the author's reflection on the perception of time and the flexibility of time. He reminds us that eternity may be perceived in one instant, and that although life is short, it may also appear endless.

At six o'clock we will hear Lenses by Naomi Pinno. It is in four movements, each one representing a particular perspective where imitation and contrast interact. Naomi has been fascinated by the extreme nature and vibrant culture of Iceland and dedicates the piece to the people and places that have enriched her during her two year stay.

After that we hear and see the piece 1966 by Siv Disa Anderson. It is a multimedia opera, combining film and live performance. She says of her piece: "Overnight, a seismic shift changes life in China forever: schools are closed, people vanish, and society is reordered through a process of chaos." Siv bases her texts on true stories from the early years of the Cultural Revolution, in the words of three sisters from Beijing, interviewed 50 years later. The voices are those of Hljómeyki Chamber Choir with soloists Steinunn María Þormar and Bergþóra Ægisdóttir.

The Caput Ensemble is conducted by Guðni Franzson. Egill Gunnarsson has coached Hljómeyki Chamber Choir. Soloists are Hildigunnur Rúnarsdóttir and Bergþóra Ægisdóttir.

lhi_utskrift_2020_ma_tonlist_instagram_story_01.png