Þriðjudaginn 1. desember og miðvikudaginn 2. desember fer fram listamannaspjall í beinu streymi frá útskriftarsýningu meistaranema í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2020 sem ber titilinn Forðabúr – Supply.

Við munum hitta sýnendur og kynnast verkum þeirra og vinnuaðferðum þar sem áhorfendum býðst einnig að setja fram spurningar í rauntíma. Fylgist með kl. 13:00 á morgun þriðjudag og á miðvikudag HÉR.

Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér.