Annars árs sviðshöfundanemar bjóða nemendum og starfsfólki sviðslistadeildar Listaháskólans að kíkja í opinn tíma þar sem hægt verður að sjá afrakstur þriggja vikna senu- og leikstjórnarvinnu. Við í bekknum höfum verið að leikstýra senum að eigin vali úr tímamótaverkinu Ræmunni eftir Annie Baker. Hafa Kristín Eysteins og Anna María leiðbeint nemendum af þvílíkri næmni og hæfni í þessu ferli.
Mest spennandi við þetta allt saman verður að sjá sviðshöfundana leika, það gerist ekki alltaf og við viljum meina að við séum bestu leikarar í skólanum. You have to see it to believe it.
Mæting er í Tunglið við Austurstræti fimmtudaginn 27. október klukkan 18.00 og við hvetjum alla til þess að koma og sjá.
Kær kveðja, Svisvisvisvioghöhöhö árið tvöþúsundtuttuguogtvötvötvö