Nemendur á öðru ári á Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands bjóða ykkur velkomin á opinn leiklestur mánudaginn 16. október n.k. kl. 20:00!
 
Undanfarnar vikur hafa nemendur spreytt sig á skapandi skrifum undir handleiðslu Hlínar Agnarsdóttur og er lokaafurð áfangans þrettán splunkuný sviðsverk, jafn mismunandi og þau eru mörg!
Hvert verk er um tíu mínútur að lengd og verða þau öll leiklesin af leikaranemum á öðru ári.
 
Leiklesturinn fer fram í stóra Blackboxi Listaháskólans í Laugarnesi og við hvetjum alla til þess að koma og hlusta, unga sem aldna!

Frítt er á viðburðinn og gengið inn um inngang af efra bílaplani.

Kær kveðja frá sviðshöfundanemum á öðru ári,
Alona Perepelytsia
Álfgrímur Aðalsteinsson
Davíð Þór Guðmundsson
Grímur Smári Hallgrímsson
Hafsteinn Níelsson
Halldór Ívar Stefánsson
Ísak Hinriksson
Jón Ólafur Hannesson
Karla Kristjánsdóttir
Kolbrún Óskarsdóttir
Marta Ákadóttir
Melkorka Gunnborg
Unnur Guðrún Þórarinsdóttir
 
svidshofundar_2_ar_-_leiklestur.png