Leikarinn í söngvaranum, söngvarinn í leikaranum
Lokatónleikar 3 árs leikara í söng LHÍ

Nemendur 3 árs leikarabrautar hafa í haust unnið undir leiðsögn Bjarkar Jónsdóttur, Kristjönu Stefánsdóttur, Kjartans Valdimarssonar og Ryan Driscol.
Þema dagskrárinnar eru „Söngbók Kurt Weill“ & „Ást og harmur í íslensku sönglögum“ 
 
Undirleik annast Kjartan Valdemarsson og nemendur tónlistardeildar:
Hljómsveitarstjórn og píanó: Kjartan Valdemarsson
Gítar: Matthías Helgi Sigurðarson
Bassi: Borgþór Jónsson
Trommur: Jón G. Breiðfjörð Álfgeirsson
 
Nemendur leikarabrautar:
Arnar Hauksson, Arnór Björnsson, Elín Sif Halldórsdóttir, Guðrún Kara Ingudóttir, Jökull Smári Jakobsson, Sigurður Ingvarsson, Starkaður Pétursson, Unnur Birna J. Backman & Vigdís Halla Birgisdóttir.
 
Miðabókanir á TIX
 
Sýnt:
Fimmtudaginn 9. desember kl.17:00 & 19:00 (tónleikarnir eru um klst að lengd) í húsnæði Listaháskóla Íslands - Laugarnesvegur 91, 105 Reykjavík (gengið inn að ofanverðu frá malarbílastæðinu)
Ath vegna sóttvarnartakmarkana eru aðeins 50 sæti á hvora tónleika og biðjum við gesti um að láta vita ef forföll verða í gegnum midasala [at] lhi.is
Ef uppselt verður er einnig hægt að skrá sig á biðlista í gegnum midasala [at] lhi.is
 
Vegna 50 gesta hámarkinu er ekki þörf á að sýna neikvætt hraðpróf en grímur eru skylda.