Meistaranemar á fyrra ári í myndlist við Listaháskóla Íslands halda samsýningu á haustönn 2018. Verkin eru af ólíkum toga en eiga það sammerkt að vera eins konar kveikjuþræðir og nánari útfærslur af hugmyndum og vinnuferli nemenda fram til þessa.

Sýningin mun eiga sér stað í tveimur rýmum á 2. hæð í húsnæði Listaháskólans í Laugarnesi: Kubbnum og Ganginum. Opnun fer fram föstudaginn 7. desember kl. 14:00 – 17:00.

Þátttakendur:

Chris Dake-Outhet
Christoph Voglabuer
Fanney Sigrid Ingólfsdóttir
Guðrún Sigurðardóttir
Hugo Llanes
Lukas Bury
Mari Ane Bø
María Sjöfn Dupuis
Nina Goropecnik

Facebook viðburður