Föstudaginn 7. desember kl. 13.00 mun Leikhópurinn Kriðpleir koma fram á fyrirlestri í Listaháskóla Íslands að Laugarnesvegi 91.

Leikhópurinn Kriðpleir hefur getið sér gott orð undanfarin misseri fyrir nýstárlega, fyndna en jafnframt persónulega nálgun við viðfangsefni sín. Kriðpleir hefur sett á svið fimm sýningar; Blokk (2012), Tiny Guy (2013), Síðbúna rannsókn (2014), Krísufund (2015) og Ævisögu einhvers (2016). Núna í haust var útvarpsverkið Bónusferðin flutt á Rás 1. Kriðpleir hefur hlotið fjórar tilnefningar til Grímunnar. Verk hópsins hafa verið sýnd í Þýskalandi, Sviss, Austurríki og Írlandi.

Leikhópinn skipa, Bjarni Jónsson skáld og þýðandi, Árni Vilhjálmsson tónlistar- og sviðslistamaður, Friðgeir Einarsson og Ragnar Ísleifur Bragason, en þeir tveir síðastnefndu stunduðu nám á sviðshöfundabraut LHÍ.

Opnir fyrirlestrar í Laugarnesi fara fram á haustmisseri 2018 á vegum listkennsludeildar, myndlistardeildar og sviðslistadeildar.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir. Facebook viðburður.