O nata lux

Tónleikar kórs tónlistardeildar í Skálholti laugardaginn 11 febrúar kl. 16.

Kór tónlistardeildar Listaháskólans heldur tónleika í Skálholtsdómkirkju laugardaginn 11. febrúar klukkan 16:00. Á efnisskránni eru Hymn to St. Cecilia eftir Benjamin Britten auk verka eftir John Tavener, Felix Mendelssohn, Gunnar Reyni Sveinsson, Atla Heimi Sveinsson, Thomas Tallis og William Byrd. Kór tónlistardeildar Listaháskólans var stofnaður haustið 2013 af nemendum og er orðinn fastur liður í starfi deildarinnar og námi nemenda á ýmsum brautum. Tónleikarnir standa yfir í tæpa klukkustund. Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög í ferðasjóð kórsins eru vel þegin.