Það verður opið hús í öllum húsum LHÍ 9. nóvember kl. 13-17
Þennan dag opnar líka fyrir umsóknir á allar námsbrautir LHÍ!
 

Dagskrá

Sviðslistadeild, Myndlistadeild og Listkennsludeild
Laugarnesvegur 91

Leiðsagnir

kl. 14:00 og 15:00 Leiðsögn um húsið með nemendum úr myndlistardeild
 

Einkasýningar nemenda í myndlist á 3. ári

Leiðsögn um sýningarnar hefst kl. 15:00 í Nafla.
Einkasýningar 3. árs nemenda verða opnar í sýningarrýmum innan skólans: 
Nafli: Bernharð Þórsson
Kubbur: Patricia Carolina Rodriguez
Hulduland: Valey Sól Guðmundsdóttir
 

Fyrirlestrasalur

Kl. 13:00 - 14:00  
Að finna erindi inn í markaðsleikhúsi, að elska það aðgengilega ... og finnast það einhvers virði. 
Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona og fagstjóri leikarabrautar.
 
Kl. 14:00 - 14:30 
Námskynning á öllum námsbrautum á BA stigi í Sviðslistadeild
                           
14:30                   
Námskynning BA og MA námsbrauta Myndlistardeildar 

Rauða torg

Kl. 14:00 - 16:00  
Möppur/Portfolios
Rauða torgið er þar sem mötuneytið er. Þar verða möppur nemenda sem hafa komist inn í skólann og þið getið spurt bæði nemendur og kennara út í allt hvað varðar möppur og inntökuferlin. 
 
Kl. 16:00 - 17:00
Námskynning á öllu meistaranámi LHÍ  í fyrirlestrasal og á Rauða Torgi. Við hvetjum alla hollnema og útskriftarnemendur LHÍ til að koma í heimsókn og kynna sér möguleika til framhaldsnáms í  LHÍ.  
 

Opnir tímar Kl. 14:30 – 15:30

L222 – Danssalurinn
1.ár dansara leyfa gestum og gangandi að kíkja inn í tíma.
Nemendur eru Skapandi ferli I hjá Paul Blackman og Christine Gouzelis.
 
L140 – Hreyfingasalur
1.ár leikara leyfa gestum og gangandi að kíkja inn í tíma.
Nemendur eru í Leiktúlkun I hjá Hilmi Jenssyni.

 

Tónlistardeild
Skipholti 31
Kl. 15:00 
Kynning á bakkalárnámi (BA / BMus) við tónlistardeild LHÍ í stofu S408
 
Kl. 12:45 - 14:30
Opinn fyrirlestur
Jesper Pedersen, tónskáld, raftónlistarmaður og aðjúnkt við LHÍ, heldur fyrirlestur í málstofu tónsmíðanema í stofu S403, Fræðastofu 1
 
Kl. 14:00 - 17:30
Opinn masterklass
Kristinn Sigmundsson, gestaprófessor í söng við LHÍ og Matthildur Anna Gísladóttir, aðjúnkt og píanóleikari ásamt nemendum við söngbraut LHÍ. S301 (Flyglasal)
 
Kl. 14:00 - 17:30
Opinn masterklass
Ólöf Kolbrún Harðardóttir, óperusöngkona og kennari og Aladár Rácz, aðjúnkt og píanóleikari ásamt nemendur við söngbraut LHÍ. S303 (Söngstofa)
 
 
Vöfflukaffi í boði nemenda frá klukkan 13 og fram eftir degi.

 

Dagskrá í Hönnunar- og arkitektúrdeild
Þverholti 11

Leiðsögn verður farin um húsið og vinnustofur nemenda með nemendum úr hönnunar –og arkitektúrdeild á eftirfarandi tímum: 
13:30
14:30
15:30
Húsið er opið milli 13:00 – 16:00 og mun deildin bjóða upp á sýningar með völdum nemendaverkefnum á öllum hæðum. Uppsetningin verður sem hér segir:
 
- Umsóknarmöppur til sýnis á 6.hæð – bókasafni.
- Fyrsta árs nemar af hverri braut sýna verk á fjórðu hæð í stofu 401 
- Annars árs nemar af hverri braut sýna verk á þriðju hæð í stofu 301 
- Þriðja árs nemar af hverri braut sýna verk á annarri hæð í stofu 201 
 
Verkstæði á fyrstu hæð verður opið fyrir gestum, nemendur og umsjónarmaður verkstæðis taka þar á móti forvitnum. 
 
Nemendafélagið verður á svæðinu í mötuneyti á fyrstu hæð og kynnir félagslíf skólans. 
 
Milli 16:00 - 17:00 verður kynning á Mastersnámi í hönnun í húsnæði Listaháskólans í Laugarnesi.