Brynhildur Sigurðardóttir - Leikskáld:
Ég hef verið titluð margt í gegnum tíðina. Danshöfundur, dansari, leikstjóri, listamaður og margt fleira. En aldrei hef ég fengið tillinn leikskáld. Þetta er síðasta sýningin mín innan LHÍ og fyrsta leikritið mitt. Ég hef alltaf farið ótroðnar slóðir og er þetta einkennandi fyrir skólagönguna mína í LHÍ. Ég hef fengið tíma til að læra og þroskast sem listakona og er ég óendanlega þakklát listaháskólanum fyrir að gefa mér bæði kraft og hugrekki til að vera rannsakandi og skapandi án hamlana
 
Um verkið:
Leikritið rannsakar keðjuverkunina sem á sér stað þegar einstaklingurinn vinnur ekki úr gömlum sárum. Hvað eru áföll og hvenær hafa þau raunveruleg áhrif á líf okkar? Við munum fylgjast með ferðalagi Tönju og hvernig hún berst við gamla djölfa og reynir að hlífa sér frá sannleikanum.
Ath. verkið inniheldur ofbeldi og kynlíf.
 
Sýningar:
Föstudaginn 26.mars kl.19:00 í Borgarleikhúsinu
Sunnudaginn 28.mars kl.15:00 í Laugarnesi
Föstudaginn 9.apríl kl.21:00 í Laugarnesi
Miðabókanir fara fram á www.tix.is
 
 
Þáttakendur:
Gréta Arnarsdóttir
Fannar Arnarsson
Urður Bergsdóttir
Vigdís Halla Birgisdóttir
 
Þakkir:
Helga Bryndís Ernudóttir
Hafliði Arngrímsson
Karl Ágúst Þorbergsson
Gylfi Thors
 
*Ekki við hæfi barna. Sýning inniheldur ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi.