Kakófónía

Þriðja ár leikarabrautar býður öllum, gestum og gangandi, að koma og sjá afrakstur fimm vikna vinnu sinnar með samsköpunar aðferðir. 
Hópurinn hefur, undir handleiðslu Unu Þorleifsdóttur, rannsakað slæm samskipti, misskilning og merkingarleysi tungumálsins og er afraksturinn verk í vinnslu sem hlotið hefur titilinn „Kakófónía". 
Námskeiðið er hluti af Leiktúlkun V en í því námskeiði er sjónum beint að samtali leikarans við samfélagið, við áhorfandann og á að nemendur skerpi erindi sitt sem sögumenn og listamenn. 
 
leikarar.jpg
 
Nemendur á þriðja ári leikarabrautar eru: 
Arnar Hauksson, Arnór Björnsson, Elín Sif Halldórsdóttir, Guðrún Kara Ingudóttir, Jökull Smári Jakobsson, Sigurður Ingvarsson, Starkaður Pétursson, Unnur Birna J. Backman og Vigdís Halla Birgisdóttir. 
 
Sýningar:
Fimmtudaginn 2. desember kl 20:00
Föstudaginn 3. desember kl 20:00
Laugardaginn 4. desember kl 14:00 og 20:00
 
Sýnt í Fagrablakki, húsnæði LHÍ í Laugarnesi - Laugarnesvegur 91, 105 Reykjavík (gengið inn að ofanverðu frá malar bílastæðinu)
 
Miðapantanir fara fram í gegnum midasala [at] lhi.is - Tilgreinið hversu marga miða þið viljið panta og á hvaða sýningu.
Ath vegna sóttvarnartakmarkana eru aðeins 50 sæti á hverja sýningu og biðjum við gesti um að láta vita ef forföll verða. 
Vegna 50 gesta hámarkinu er ekki þörf á að sýna neikvætt hraðpróf en grímur eru skylda.