Ingibjörg Friðriksdóttir, tónskáld og söngkona fjallar um tónlist sína í málstofu tónsmíðanema, föstudaginn 8. febrúar frá 12:45 - 14:30. 
Fyrirlesturinn fer fram í stofu S304, Skipholti 31 (3. hæð).
Öll hjartanlega velkomin.

Ingibjörg lauk BA prófi í tónsmíðum frá LHÍ árið 2013 og stundaði síðar framhaldsnám í raftónsmíðum og upptökutækni við Mills College í Kaliforníu en þaðan lauk hún mastersgráðu (MFA) árið 2017. Hún er einnig með diplómu í söng frá Söngskólanum í Reykjavík.

Verk hennar eru af margvíslegum toga; hljóðinnsetningar í ólík rými, einleiksverk, tónlist unnin með listamönnum úr öðrum geirum, dönsurum, kvikmyndagerðarfólki, dagskrárgerðarfólki og fleira en hægt er að nálgast upplýsingar um Ingibjörgu á vef hennar

Ég trúi á tónlistarsköpun án fyrirframgefinna landamæra þar sem hvert verkefni leiðir mann áfram og útkoman verður ólík. Þetta viðhorf mitt til tónlistarsköpunar hefur getið af sér alls konar ólík verk, fjölrása hljóðinnsetningar með heimagerðum hljóðfærum og hljóðskúlptúra sem sveiflast fínlega úr loftinu.  ....Eini fastinn í heiminum eru breytingar. Með því að umfaðma breytingar og taka ekki sjálfa mig of alvarlega vonast ég til að skapa heiðarleg listaverk.
IF