Hádegisfyrirlestur 
4.september kl. 12:45
Fræðastofa 1

A.T.H. vegna fjöldatakmarkana verður fyrirlesturinn einnig í beinu streymi á vef LHÍ.

Smelltu hér til þess að hefja streymi.

 
Tónlistarmaðurinn Ingi Bjarni Skúlason lagði stund á jazz-píanó nám í Tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist þaðan árið 2011. Því næst lauk hann bakkalárprófi við Konunglega Tónlistarháskólanum (Koninklijk Conservatorium) í Den Haag vorið 2016. Vorið 2018 lauk hann sérhæfðu meistaranámi í tónlist sem kallast Nordic Master: The Composing Musician. Námið fór fram í Gautaborg, Kaupmannahöfn og Osló – ein önn á hvorum stað.
Í bakkalárnáminu var einblínt á færni í klassískum jazzpíanóleik, en í meistaranáminu var lögð meiri áhersla á tónsmíðar og listræn gildi.
 
Á námsárum sínum í Skandinavíu Ingi Bjarni lauk tveggja ára meistaranámi á Norðurlöndunum árið 2018. Þar kannaði hann ýmsa þætti tónlistar og tónlistarsköpunar og öðlaðist aukna næmni og tengingu við eigin tónsmíðar. Ingi mun fjalla um meistararitgerð sína sem byggist á hugtökunum flæði og innsæi. Þar fjallar hann um mikilvægi þessara þátta í tónlist og tónlistarsköpun. Ingi mun einnig fjalla um frelsi og sjálfstraust í sköpunarferlinu. Áhugasamir geta nálgast ritgerðina í heild sinni hér.