„Íklædd arkitektúr“

Nemendur á 3. ári á fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands sýna verk sem unnin voru á mörkum arkitektúrs og fatahönnunar úr gardínuefnum af gömlum efnalager heimsþekkta textílframleiðandans Kvadrat, í boði og í samstarfi við Epal. Verkin eru hluti af sýningunni Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd sem opnar 27. mars næst komandi klukkan 17:00 í Epal, Skeifunni í tenglsum við Hönnunarmars 2019.  

Þar verður sömuleiðis sýnd innsetningin Íklædd arkitektúr sem er samstarfsverkefni 3. árs nema í fatahönnun og 1. árs nema á alþjóðlegri samtímadansbraut.

Viðburðurinn er öllum opinn og ókeypis, 
gleðilegan Hönnunarmars við hlökkum til að sjá ykkur!

 

Nemendur:
Ingerð Tórmóðsdóttir Jönsson, Julie Mölgard Jensen, Kristín Áskelsdóttir, Sigmundur Páll Freysteinsson, Sigríður Ágústa Finnbogadóttir, Steinunn Stefánsdóttir, Þ. Sunneva Elfarsdóttir 

Nemendur í samtímadansi
Bjartey Elín Hauksdóttir, Mathilde Mensink, Mira Jochimsen

Ljósmyndir: Kári Sverriss 
Stílisti: Anna Clausen