Einkasýning Arnars Birgissonar Iður opnar 19. október kl. 17:00 - 19:00 í Huldulandi, Laugarnesi. 
 
Iður -no hvk
1
= innyfli
iðrin liggja/lágu úti
2
<bora> (<djúpt>) í iður jarðar
<efnið er fólgið> (<djúpt>) í iðrum jarðar
Iður
iðrið hk. iðurs; iður
úr iðrum jarðar; iðra·hol; iðra·kreppa; iðra·sótt
Einhvers staðar í undirmeðvitundinni sameinast tvö öfl óútskýranlega og ósjálfrátt í myndlist minni. Eins og í iðrum mínum sjái ég frelsið sem nautfé hefur, styrkinn og frjósemina.  
Lífið sem flýtur úr spenum þess eins og fæðan sem úr varð fyrsti maðurinn. Í Okkurgulum sé ég frumorkuna, styrkinn sem kemur djúpt úr jörðinni og flæðið sem það skapar og gefur. Saman blandast þetta eins og viss orka, frumorka sem erfitt er að útskýra. Orka sem veitir mér óútskýranlega tilfinningu frelsis og vonar.  
 
arnarbirgistvihofdi_arnar_birgisson.jpg

 

Sýningin er partur af einkasýningaröð BA nemenda á þriðja ári í myndlist sem fara fram á tímabilinu 28. september - 16. nóvember 2023.
Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur. Kennarar Hekla Dögg Jónsdóttir og Sindri Leifsson.
 
Nánari upplýsingar um einkasýningaröðina má finna HÉR.
Viðburðurinn á Facebook.