Hvað er mál(efni)ið?

 
Það er stóra spurningin í dag. Nemendur á 1. ári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands svara þessari víðtæku spurning á sýningu í Baklandi í Laugarnesi föstudaginn 9. desember milli kl. 17 og 19. Þar hleypa þau áhugasömum inn í sinn hugarheim sem hefur vaxið um víðan völl í áfanganum Ferli skapandi hugsunar.
 
Yfir þessa önn hafa nemendur elt forvitni sína og tilviljanir hönnunarferlisins. Með sama upphafspunktinn hafa þróast 10 afar ólík verk þar sem efnisrannsóknir hafa öðlast söguþráð.
Hópurinn vann einnig saman að verkefni í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur í Heiðmörk þar sem nemendur rannsökuðu skógarmenningu, upplifanir í skógi og efnin sem þar finnast.
Nemendur bjóða ykkur hjartanlega velkomin á Jólamarkað Heiðmerkur Laugardaginn 10. desember kl. 13:00, þar sem nýr viðkomustaður gesta sem eiga leið um í Heiðmörk verður formlega opnaður. Hittumst fyrir utan hús Skógræktarfélagsins og nemendur leiða okkur á áfangastað.
 
Nemendur eru:
Arnór Atlason
Arthur Maxime Moreillon
Ása Svanhildur Ægisdóttir
Birta Guðrún Karlsdóttir
Bjarndís Diljá Birgisdóttir
Hjördís Steinarsdóttir
Julia Kosciuczuk
Katrín Níelsdóttir
Rakel Svavarsdóttir
Valdís Mist Óðisdóttir
 
Kennarar:
Íris Indriðadóttir
Signý Jónsdóttir
Gestakennarar:
Björn Steinar Blumenstein
Gudrun Eriksen
Karna Sigurðardóttir
Stefán Örn Stefánsson