Hugi Guðmundsson sækir tónsmíðanema heim

Hugi Guðmundsson heldur fyrirlestur um eigin tónsmíðar og vinnuaðferðir hjá tónsmíðanemum Listaháskóla Íslands mánudaginn 23. janúar kl. 10:30-12:10. Fyrirlesturinn fer fram í Sölvhóli á Sölvhólsgötu 13.

Hugi Gudmundsson (1977) nam tónsmíðar við Tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík hjá Þorkeli Sigurbjörnssyni og Úlfari I. Haraldssyni. Hann lauk meistaraprófi frá Konunglega Danska tónlistarháskólanum árið 2005 undir handleiðslu Hans Abrahamsen, Bent Sörensen og Niels Rosing-Schow. Árið 2007 lauk hann annarri meistaragráðu, nú í raftónlist, frá Institute of Sonology í Hagg í Hollandi.

http://hugigudmundsson.com/index.php/bio