Línuleg dagskrá Hugarflugs hefst í dag klukkan 14:00.
Fyrst á dagskrá er sviðslistahátíðin Plöntutíð en Andrea Elín Vilhjálmsdóttir stýrir umræðum.

Plöntutíð
Málstofa
Lengd: 60 mínútur
Tungumál: íslenska
 

Andrea Elín Vilhjálmsdóttir sem stýrir umræðum er listrænn stjórandi Plöntutíðar, dramatúrg og sviðshöfundur  
 

  • Anna Katrín Einarsdóttir, sviðshöfundur 
  • Búi Bjarmar Aðalsteinsson, Mannyrkja, vöruhönnuður 
  • Gunnur Martinsdóttir Schlüter, BRUM, leikari og leikstjóri 
  • Hrefna Lind Lárusdóttir, Mannyrkja, sviðslistamaður 
  • Kara Hergils, BRUM, sviðslistamaður og framleiðandi
  • Lóa Björk Björnsdóttir, Plantasía, sviðshöfundur
  • Ragnheiður Erla Björnsdóttir, BRUM, tónskáld 
Plöntutíð er ný sviðslistahátíð og vettvangur fyrir listamenn sem hafa
sett náttúruna í forgrunn  listsköpunar sinnar.
Hátíðin leitast við að vera sjálfbær og styðja við nýmæli í sviðslistum á Íslandi. Í hringborðsumræðunum munu sviðslistamenn 
sem áttu verk á fyrstu hátíðinni fjalla um 
kveikjur að baki verkanna og hvers vegna þau velja að vinna verk fyrir og/eða með plöntum. 
Auk þess verða áhorfendur leiddir í gengnum örverk sem gefa vísi að því hvers konar verk verða til umfjöllunar. 
 
Dagskrá Hugarflugs hefst svo aftur á morgun, fimmtudag 11. febrúar klukkan 12:45
 
Gleðilegt Hugarflug og góða skemmtun!