Rannsóknarráðstefna Listaháskóla Íslands „Hugarflug 2023: Margfeldi framtíða“ fer fram 9. - 10. febrúar næst komandi.

Dagskrá og upplýsingar um þátttakendur má finna á vefsíðu ráðstefnunnar https://hugarflug.lhi.is/

Þema ráðstefnunnar í ár er: Margfeldi framtíða, þar sem hugleiddar verða þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og hvernig þær munu móta framtíðina.

Lykilfyrirlesari er heimspekingurinn Philip Kitcher.

Opnunarhátíð Hugarflugs verður 9. febrúar klukkan 17:00 í Y Gallerí, Hamraborg. Ráðstefnan fer svo fram föstudaginn 10. febrúar frá klukkan 9:00 - 16:30.

Ókeypis inn og öll velkomin, hlökkum til að sjá ykkur.