Hreyfimyndagerð frá 19. öld 

Laugardagur 14. maí kl. 14.30-15.15

Menningarhúsi Gerðubergi

Fyrir börn á grunnskólaaldri

 

Meistaraneminn og kvikmyndagerðarmaðurinn Hallur Örn Árnason leiðir smiðju. Nánari upplýsingar um lokaverkefni Halls, Eru kvikmyndir listgrein eða tungumál? – Kennsluefni i kvikmyndagerð og kvikmyndalæsi, má finna hér.
 
Í smiðjunni fræðumst við um fyrstu gerðir hreyfimynda og spreytum okkur á að búa til okkar eigin "phenikistoscope" sem er hreyfimyndaleikfang sem fundið var upp snemma á 19.öld.
 
Hallur Örn Árnason.
 
hallur.jpg

 

 
Viðburðurinn er hluti af útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands og þar kynna verðandi kennarar lokaverkefni sín með fjölbreyttum hætti.
 
Listkennsludeild Listaháskóla Íslands stendur fyrir útskriftarviðburði dagana 13. og 14. maí.
 
Dagskrá er opin öllum og fer fram í Borgarbókasafni / Menningarhúsi Gerðubergi.
 
Börn ásamt aðstandendum eru sérstaklega boðin velkomin á fjölskylduvænar listasmiðjur nemenda.